Foreldravika

Vikan 1...
Vikan 1.-5. nóvember er Foreldravika. Þessa viku eru foreldrar og aðstandendur sérstaklega hvattir til að líta inn í kennslustund hjá sínum börnum s.s. bóklega tíma, verklega tíma, íþróttir, jafnvel frímínútur. Heimsóknin þarf ekki að taka langan tíma.
Markmiðið er að stuðla að frekari tengingu milli heimilis og skóla. Börnunum okkar finnst oft spennandi að sjá hvar mamma og pabbi vinna að sama skapi þurfum við foreldrar að vita hvernig umhverfi og aðstæður barnanna okkar eru.
Heimsókn í Borgarhólsskóla:
Einn eða fleiri saman
15 mínútur eða lengur
Bóklegir tímar
Verklegir tímar
Íþróttir/sund
Frímínútur
Salur
Mötuneyti
 
Hlökkum til sjá ykkur,
Starfsfólk Borgarhólsskóla