- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Síðastliðinn föstudag var alþjóðabaráttudagur gegn einelti en daginn ber alltaf upp á áttunda nóvember ár hvert. Einelti, nei, takk! Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Eitt af þema dagsins voru samskipti milli árganga og bekkja. Með verkfærum Jákvæðs aga er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Nemendur annars bekkjar fengu nemendur sjöunda bekkjar í heimsókn þar sem unnið var með vináttuna. Nemendur þriðja bekkjar fengu nemendur áttunda bekkjar til sín og farið í hvers konar íþróttir þar sem krafist er mikillar samvinnu. Verkefnið gekk vel og ánægjulegt að sjá jákvæð samskipti yngri og eldri nemenda.
Nemendur í fjórða bekk hönnuðu og útbjuggu litla miða með spakmælum um vináttu og slagorðum gegn einelti. Þeir fóru svo í göngutúr um Húsavík og dreifðu miðunum meðal fólks, í stofnanir og fyrirtæki. Sömuleiðis hittu krakkanir nemendur í níunda og tíunda bekk og unnu með þeim margvísleg verkefni og spiluðu og föndruðu.
Auk þess að hitta nemendur í öðrum og þriðja bekk þá útbjuggu nemendur sjöunda bekkjar vináttutré og hengdu á það jákvæð skilaboð til að minna á mikilvægi vináttu, virðingu og að við leggjum ekki aðra í einelti.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |