Forvarnarfræðsla

Borgarhólsskóli, Framhaldsskólinn á Húsavík, Forvarnarteymi Norðurþings og Íþrótta- og tómstundasvið Norðurþings standa sameiginlega að forvarnarfræðslu.

Borgarhólsskóli, Framhaldsskólinn á Húsavík, Forvarnarteymi Norðurþings og Íþrótta- og tómstundasvið Norðurþings standa sameiginlega að forvarnarfræðslu fyrir nemendur 8., 9., 10. bekkjar og framhaldsskólanema dagana 10. og 11. september. Magnús Stefánsson frá Maritafræðslu mun fjalla um skaðsemi og einkenni eiturlyfjaneyslu.

Foreldrum allra nemenda á efsta stigi Borgarhólsskóla og Framhaldsskólans á Húsavík og starfsfólki skólanna er hér með boðið til fundar um skaðemi og
einkenni eiturlyfjaneyslu í sal Borgarhólsskóla miðvikudaginn 10. september kl: 20:00.

Það er von okkar sem stöndum að þessu verkefni að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta og láti sig þetta mikilvæga málefni varða.

Styrktaraðilar verkefnisins eru Landsbankinn á Húsavík, Sparisjóður Þingeyinga, Íslandsbanki Húsavík, Húsavík Cape Hotel og Fosshótel.