- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Magnús Stefánsson, forvarnarfulltrúi hjá Samhjálp, mun koma í skólann á fimmtudag og fræða nemendur 8.-10. bekkjar um skaðsemi fíkniefna. Um er að ræða samstarfsverkefni sem kallast Maríta og er hluti forvarnarsviðs IOGT á Íslandi. Aðalverkefni þess er samstarf á vettvangi forvarnafélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna.
Kl. 18 þennan sama dag verður Magnús með fyrirlestur um sama efni sérstaklega ætlaðan foreldrum í sal Borgarhólsskóla. Við hvetjum foreldra eindregið til þess að koma og hlýða á brýnt erindi Magnúsar. Hann var nú fyrir skömmu á Vopnafirði og inn á heimasíðu þeirra má lesa þessa frétt: Fyrirlestur Magnúsar vakti mikla athygli
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |