Í vetur munu tannlæknar eins og verið hefur eiga samskipti við Borgarhólsskóla um innköllun nemenda til eftirlits...
Í vetur munu tannlæknar eins og verið hefur eiga samskipti við Borgarhólsskóla um innköllun nemenda
til eftirlits.
Börn úr 1. og 2. bekk fara til tannlæknis utan skólatíma í fylgd forráðamanns.
Nemendur í 10. bekk verða einnig kallaðir inn utan skólatíma.
Við skoðun útfyllir tannlæknir venjubundið kort þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum skoðunar og fylgir
það barninu heim. Reikningur er síðar sendur heim. Ef þörf er á frekari meðferð fer hún fram utan skólatíma.
Foreldrar láti vita á tannlæknastofu ef þetta vinnulag hentar ekki eða ef barn er hjá öðrum
tannlækni.