Í dag er síðasti prófdagur unglinga á þessu skólaári...
Í dag er síðasti prófdagur unglinga á þessu skólaári. Tíundi bekkur fer af stað í skólaferðalag annan
í hvítasunnu en áttundi og níundi bekkur verða í starfskynningu eftir hvítasunnu.
Dagskrá þeirra daga verður sem hér segir:
Nemendur mæta í skólann kl. 8:15 eins og venjulega. Þriðjudaginn 29. maí fara nemendur 8. bekkjar út í fyrirtæki fyrir hádegi
en nemendur 9. bekkjar fá fyrirlesara inn í skólann. Eftir hádegi vinna nemendur svo úr því sem þeir hafa upplifað um
morguninn. Miðvikudaginn 30. maí fara nemendur 9. bekkjar út í fyrirtæki fyrir hádegi en nemendur 8. bekkjar verða í
skólanum. Þessa daga lýkur skóladegi um kl. 13:30.
Fimmtudaginn 31. maí segja nemendur frá því sem á dagana hefur drifið á Sal og að því loknu fara þeir
heim. Föstudaginn 1. júní eru skólaslit unglingadeilda kl. 14:00. Þar mæta allir til að taka við vitnisburðarblöðum.
BÞ