Liðið okkar í Skólahreysti stóð sig glæsilega og hafnaði í 2...Liðið okkar í Skólahreysti stóð sig glæsilega og hafnaði í 2. sæti í riðlinum á eftir Siglfirðingum. Beggi
hóf leik og náði 20 upphífingum, Erna gerði sér svo lítið fyrir og vann armbeygjukeppnina með því að taka 52 armbeygjur.
Beggi náði svo 30 dýfum og Erna hékk í rúmar tvær mínútur. Eftir þessar greinar vorum við í 3 sæti með 28 stig
á eftir Dalvík og Siglufirði. Því næst var farið í hraðabrautina og náðu þau Stefán og Elma tímanum 2:48 sem var
næst besti tíminn í brautinni. Þegar upp var staðið enduðum við með 48 stig sem skilaði okkur 2. sætinu í riðlinum og verður
það að teljast frábær árangur. Þau Stefán Óli, Elma, Erna, Beggi og varamennirnir Sigvaldi og Jónína eiga hrós skilið og
óskum við þeim til hamingju með árangurinn.