Í sumar hafa staðið yfir tölverðar framkvæmdir á lóð og í skólahúsinu...
Í sumar hafa staðið yfir tölverðar
framkvæmdir á lóð og í skólahúsinu. Svæðið norðan við salinn hefur verið malbikað og ný upphituð
stétt lögð heim að skóla og nýjar tröppur gerðar við útidyrnar við salinn. Ný ljós hafa verið sett
upp í gömlu forstofu og Stjörnu. Teppum var flett af Námsveri og gamli dúkurinn pússaður upp og er sem nýr. Töluverð
málningavinna úti og inni. Húsgögn hafa verið keypt í listgreinastofur og skápar og hillur pantaðar í gömlu kennslustofurnar. Einnig
hefur verið unnið að unnið að endurnýjun á tölvukosti skólans.