Mynd frá friðardeginum í Laugarnesskóla
Nýverið barst góð kveðja frá Laugarnesskóla í Reykjavík...
Nýverið barst góð kveðja frá Laugarnesskóla í Reykjavík. Nemendur og starfsfólk þar höfðu búið til 200
friðardúfur og haft þær um tíma í sal skólans. Hver dúfa ber þjóðfána og orðið friður er skrifað aftan
á fánann á tungumáli þjóðarinnar sem hann tilheyrir.
Friðardúfurnar voru svo sendar út um allt Ísland.
Ein dúfan barst til okkar í Borgarhólsskóla og hefur hún nú bækistöð á skólasafninu.
Nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla vilja með þessri kveðju minna á að friður í heiminum byrji í hjörtum okkar.
Þetta ljóð eftir Lao Tzu (570-490 fyrir Krist) fylgdi með kveðjunni:
Ef friður á að ríkja í heiminum,
Þá verður friður að ríkja meðal þjóða.
Ef friður á að ríkja meðal þjóða,
Þá verður friður að ríkja í borgunum.
Ef friður á að ríkja í borgunum,
Þá verður friður að ríkja meðal nágranna.
Ef friður á að ríkja meðal nágranna,
Þá verður friður að ríkja á heimilinu.
Ef friður á að ríkja á heimilinu,
Þá verður friður að ríkja í hjartanu.
Nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla senda nemendur og starfsfólki Laugarnesskóla bestu þakkir fyrir sendinguna.
Björg Sigurðardóttir, skólasafnskennari