Fuglavefur Borgarhólsskóla

Skólinn hefur haldið úti fuglavef í nokkur ár...
Skólinn hefur haldið úti fuglavef í nokkur ár. Ýmsir tenglar eru á vefnum  sem vert er að skoða nánar. Vefurinn var settur upp á sínum tíma til heiðurs  Arnheiði Eggertsdóttur kennara en hún glæddi áhuga nemenda og kennara  á fuglum og gerði m.a. skólasafnið að upplýsingamiðstöð í þeim tilgangi. Á Húsavík eru  áhugamenn um fugla sem margir eru virkir talningamenn og sérfræðingar á sínu sviði.   Sumir þeirra  gauka að okkur myndum og  fréttum sem lesa má á vefnum.
 Í 12 ár hafa nemendur, foreldrar og starfsmenn skráð komu farfugla og skilað skráningarblöðum á skólasafnið  til Bjargar safnakennara  sem tók við af Arnheiði.  Hægt er að fylgjast með skráningunni frá degi til dags í skólanum. Fuglarnir flykkjast til landsins þessa dagana.
Nú þegar vorar er spennandi að skoða fugla og eru forráðamenn hvattir til að fara um nágrennið  með börnum sínum og styðjast við fuglavefinn ef spurningar vakna.
Best er að fara á vefinn af heimasíðu skólans. 
 
HV