Fullveldissamkoma 1. desember

Unglingadeildir héldu fullveldissamkomu á sal 1...
Unglingadeildir héldu fullveldissamkomu á sal 1. desember kl. 11. Jón Höskuldsson kennari flutti hugleiðingu um 1. desember og lagði út af hugtökunum sjálfstæði og fullveldi þjóða . Brýndi nemendur að velta því fyrir sér hvernig þeir vildu sjá sjálfstæði og fullveldi Íslands þróast næstu árin því ábyrgðin væri í höndum þegnanna nú sem fyrr.
Sungin voru 6 ættjarðarlög við undirleik Aladár Rácz. Þetta var góð stund og öllum til sóma.
HV