- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Framundan eru páskar. Nú halda nemendur og starfsmenn glaðir og ánægðir inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi verður skipulagsdagur hjá starfsfólki. Nemendur eru í leyfi þennan dag.
Við hvetjum foreldra til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda vegna þess ástands sem nú er uppi. Að virða samkomubann og minna börnin og unglingana sérstaklega á skyldur sínar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur foreldra barna að passa að börn hópist ekki saman í samkomubanninu. Það er mikilvægt að forráðamenn barna og unglinga dragi úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma.
Eins og einn góður málsháttur segir; það skal vanda sem lengi á að standa. Samkomubann gildir til 4. maí, í 31 dag til viðbótar. Sláum ekki slöku við, sýnum ráðdeild og varúð í senn með bros á vör.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |