Þriðjudaginn 9...
Þriðjudaginn 9. mars kom Heiðdís Jónsdóttir, fulltrúi
frá alnæmissamtökunum á Íslandi og ræddi við nemendur á unglingastigi. Er þetta liður í forvarnarfræðslu
alnæmissamtakanna.
Þar sem salurinn í Borgarhólsskóla var upptekinn var ákveðið að fara
með nemendurna í gamla samkomuhúsið. Hún fræddi nemendur um ýmislegt sem tengist alnæmi eins og muninn á HIV og alnæmi. Hún
sagði þeim einnig frá einkennum, smitleiðum og ýmsum fordómum sem hún hefur þurft sem HIV-smitaður einstaklingur að takast á við.
Einnig ræddi hún um ástandið í Afríku þar sem fæstir hafa efni á lyfjum og heilu þorpin eru að þurrkast út. Hún
ræddi líka um aðra kynsjúkdóma og forvarnir gegn þeim. Heiðdís færði nemendum bækling um kynsjúkdóma og einkenni
þeirra. Kom fram í máli hennar að besta forvörnin er þó að tala opinskátt um sjúkdóminn og hættuna á smiti og að
þeir sem eru smitaðir geti fordómalaust miðlað af reynslu sinni.
Að lokum svaraði hún nokkrum fyrirspurnum frá nemendum. Við þökkum
Heiðdísi kærlega fyrir fræðsluna og bendum á heimasíðu samtakanna www.aids.is fyrir
frekari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni.
Kolbrún Ada