Slysavarnardeild kvenna á Húsavík bauð nemendum og starfsmönnum unglingadeilda til samveru á sal þriðjudaginn 11...
Slysavarnardeild kvenna á Húsavík bauð nemendum og starfsmönnum unglingadeilda til samveru á sal þriðjudaginn 11. desember þar sem fræðslufulltrúi Landsbjargar,
Pétur Bjarni Gíslason, flutti fræðandi erindi um meðferð skotelda og blysa og hættuna sem stafar af þeim sé óvarlega
farið. Í erindi sínu kenndi hann nemendum rétt handtök við meðferð skotelda og blysa og fór yfir þau atriði sem valdið hafa
slysum á undanförnum árum og sýndi myndir sem vöktu menn til umhugsunar.
Fanney Óskarsdóttir og Freyja Eysteinsdóttir frá Slysavarnardeildinni afhentu
skólanum við þetta tækifæri að gjöf tæki til að mæla hljóðstyrk.
Við í skólanum erum þakklát fyrir þá ræktarsemi sem
Slysavarnardeildin sýnir skólanum og nemendum hans.
HV