Fyrirlestur um netöryggi

Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, var á hringferð um landið í samvinnu við SAFT dagana 21...
Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, var á hringferð um landið í samvinnu við SAFT dagana 21. – 28. febrúar og ræddi  netöryggi og nýsköpun á opnum fundum í skólum fyrir börn, unglinga og foreldra. Megintilgangur ferðarinnar var að hvetja til ábyrgrar hegðunar í rafrænum samskiptum og vekja fólk til umhugsunar um hvernig börn og fullorðnir geti varast ýmsar þær hættur sem fylgt geta netnotkun. Halldór heimsótti Borgarhólsskóla s.l. miðvikudag og flutti nemendum í 7.-9. bekk erindi sitt. Þar velti hann m.a. fyrir sér spurningum um hvort sjálfsagt sé að birta myndir á netinu og hvort öllum sé heimilt að birta það sem þeir festa á mynd án leyfis. Einnig vakti hann athygli á því hverstu öflugur tímaþjófur tölvan er og að skynsamlegast sé að skammta sér tíma við tölvuna. Benti á að stýrikerfi bjóði nú upp á stýringu á þessu, svokallað Parental Control. Hvetjum við foreldra til þess að kynna sér boðskap Halldórs og leiðbeiningar sem má finna á síðunni hans. http://hringurinn.spaces.live.com/
JH