- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Aðalfundur foreldrafélags skólans svar haldinn nýlega. Eitt af því sem var rætt á fundinum og í stjórn að auka enn frekar sýnileika félagsins. Félagið hefur gefið út sitt fyrsta fréttabréf. Þar má finna upplýsingar um félagið og hvert hlutverk foreldrafélaga er í starfsemi grunnskóla. Enda foreldrar sterkustu bandamenn skólanna.
Í fréttabréfinu er sagt frá lestrarátakinu sem er í gangi í skólanum og foreldrum gefin hagnýt ráð, sérstaklega yngri barna. Virk og öflug þátttaka foreldra er hagur barnanna og nemenda okkar. Við fögnum þessu framtaki foreldra, vel gert.
Fréttabréfið má finna HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |