- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í dag fóru nemendur 1. bekkjar í gönguferð í frostinu og heimsóttu bæði Skógarbrekku og Hvamm. Farið var með Ástu tónmenntakennara og sungið fyrir heimilisfólkið á báðum stöðum. Það gekk mjög vel og gaman að í þessum heimsóknum hitta nemendur ömmur og afa, langömmur og langafa og spjalluðu við þau. Nemendur hitta jafnvel foreldra sem vinna á þessum stöðum.
Í dag voru sungin alls konar lög og eitt af þeim var Frost er úti fuglinn minn. Í framhaldi af því sagði einn heimilismaður okkur að hann kynni annan texta við þetta lag og söng hann fyrir okkur lagið með þeim texta. Þetta fannst nemendum mjög skemmtilegt. Vonandi býðst nemendum aftur slík heimsókn í vor og syngja fyrir og með heimilisfólki.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |