- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þeir eru margir velunnarar skólans & pláss fyrir fleiri. Nýlega komu félagar í Lionsklúbbi Húsavíkur færandi hendi í skólann með bókamerki að gjöf. Lionshreyfingin vinnur að alþjóðlegu verkefni gegn treglæsi. Þessi gjöf er liður í því.
Um allan heim gefur hreyfingin tíu ára börnum bókamerki með hvatningarorðum um að lesa. Á merkinu hér á landi er ljóð eftir Þórarinn Eldjárn;
Bók í hönd og þér halda engin bönd.
Bók í hönd og þú berst niður á strönd.
Bók í hönd og þú breytist í önd.
Bók í hönd og beint út í lönd.
Ljóðið minnir á tækifærin sem felast í lestri bóka. Bækur veita frelsi, ljá vængi og opna nýja heima. Við þökkum Lionklúbbnum kærlega fyrir gjöfina.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |