- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Við sendum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra óskir um gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Skólahald nemenda hefst á morgun, þriðjudag samkvæmt stundatöflu.
Þær ráðstafanir sem voru í gildi fyrir áramót halda sér. Það þýðir hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 með undantekningu á sameiginlegum rýmum. Mötuneyti skólans er áfram hólfað niður og nemendum dreift með öðrum hætti. Samkvæmt reglugerð í grunnskólum eru ekki nálægðarmörk milli starfsfólks og nemenda. Í nánum samskiptum við nemendur skulu kennarar þó hvattir til grímunotkunar. Þá skal starfsfólk viðhafa 2 metra á milli hvers annars.
Við munum leggja áherslu á að tryggja yngstu nemendum kennslu en mögulega falla niður einstaka tímar hjá eldri nemendum vegna manneklu. Foreldrar/forráðamenn verða upplýstir um slíkt í tölvupósti ef til þess kemur.
Við leggjum áfram áherslu á persónulegar sóttvarnir og þrif í skólanum. Ef barn sýnir einkenni skal það vera heima og fara í próf áður en það mætir í skólann. Samkvæmt reglugerðinni skulu foreldrar eða aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis og skulu þá bera grímur.
Við vonumst eftir góðu samstarfi við foreldra og nú sem fyrr er brýnt að standa saman, þvo og spritta.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |