Borgarhólsskóla hefur borist vegleg gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Galileósjónauka...
Borgarhólsskóla hefur borist vegleg gjöf frá
Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Galileósjónauka. Þrjú ungmenni komu hér færandi hendi í síðustu viku.
Galíleósjónaukinn er hannaður með einfaldleika
í huga og er hægt að skoða fjölmörg fyrirbæri með honum t.d. gígótt yfirborð tunglsins, kvartilaskipti Venusar, Galíleótungl
Júpíters og hringa Satúrnusar og jafnvel með leikni má sjá djúpfyrirbærum á borð við Sjöstirnið í Nautinu,
Sverðþokuna í Óríon og vetrarbrautina Andrómedu.
Án nokkurs vafa er þetta skemmtileg viðbót við
önnur kennslufræðigögn og á eftir að nýtast vel og verður gaman að skoða stjörnuhimininn.
Við sendum Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness
góðar kveðjur og bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf!
Fyrir áhugasama bendum við á
stjörnufræðivefinn (stjornuskodun.is) og heimasíðu
Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness (astro.is) en hér á heimasíðunni má finna tengla inn á báða
þessa vefi undir tenglar.