- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Soroptimistar eru alheimssamtök kvenna í stjórnunar- og starfsgreinastéttum sem hafa að leiðarljósi hjálpar- og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis var stofnaður 4. júní árið 1983 og hefur styrkt einstaklinga, stofnanir og félagasamtök.
Nýlega komu félagar úr Soroptimistaklúbbi færandi hendi í skólann með góða gjöf. Henni er ætlað að vera til góðra verka í Námsveri skólans en það eru 75 þús. kr. Upphæðin er ágóði af sölu Kærleikskúlunnar sem klúbburinn selur fyrir jól.
Við þökkum Soroptimistum fyrir gjöfina sem mun nýtast vel til uppbygging í Námsveri skólans.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |