Góðar gjafir

Kvenfélag Húsavíkur hefur frá fyrstu tíð sýnt skólabörnum á Húsavík ræktarsemi og stutt við Barnaskóla Húsavíkur, síðar Borgarhólsskóla,  á margvíslegan hátt...
Kvenfélag Húsavíkur hefur frá fyrstu tíð sýnt skólabörnum á Húsavík ræktarsemi og stutt við Barnaskóla Húsavíkur, síðar Borgarhólsskóla,  á margvíslegan hátt.  Skólanum bárust nýlega gjafir úr svo kölluðum Þórunnarsjóði Kvenfélagsins sem styrkir starf barna og unglinga á Húsavík.  Annars vegar kr. 50.000 til nemenda 9. bekkjar sem munu dvelja eina viku í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal í febrúar.  Hins vegar kr. 50.000 til kaupa á  Logos  lesgreiningartæki sem auðveldar viðbrögð við lestrarvanda.
 
Hafi kvenfélagskonur heila þökk fyrir rausnarlegar gjafir.

Fyrir skömmu færði Friðrik Sigurðsson eigandi Bókaverslunar Þórarins Stefánssonar /Ormsson  skólanum  styrk  sem auðveldaði kaup á vandaðri  vídeomyndavél.  Bestu þakkir  og vélin kemur  að góðum notum.
 
HV