- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skáksveit úr Borgarhólsskóla tekur þátt í Íslandsmóti Barnaskólasveita í skák, sem haldið verður sunnudaginn 21. mars nk. í Vetrargarðinum í Smáralind. Af því tilefni strykti skákfélagið Goðinn alla keppendur Borgarhólsskóla til þátttöku í mótinu.
Snorri Hallgrímsson, Valur Heiðar Einarsson, Hlynur Snær Viðarsson og Ágúst Már Gunnlaugsson verða fulltrúar Borgarhólsskóla á Íslandsmóti Barnaskólasveita nk. sunnudag. Þetta verður í annað skiptið sem skáksveit úr Borgarhólsskóla tekur þátt í mótinu og er hún eins skipuð og í fyrra, en þá endaði sveitin í 10. sæti af 40 liðum.
Það var Hermann Aðalsteinsson formaður sem afhenti keppendum Borgarhólsskóla styrkinn í dag. Skákfélagið Goðinn á einmitt 5 ára afmæli í dag, 15 mars og var því styrkveitingin glaðningur í tilefni dagsins. H.A.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |