30.03.2009
Spurningalið skólans skipað nemendum úr 10...Spurningalið skólans skipað nemendum úr 10. bekk unnu frækilegan sigur í spurningakeppni grunnskóla Þingeyjarsýslu. Þetta er
þriðja árið í röð sem skólinn vinnur þessa keppni.
Liðið í ár var skipað Hlöðveri Stefáni Þorgeirssyni, Sigrúnu Lilju Sigurgeirsdóttur og Sæþóri Erni
Þórðarsyni. Þess má til gamans geta að þetta er einungis í þriðja sinn sem keppnin er haldin og í öll skiptin hefur
Hlöðver Stefán verið í sigurliði okkar. Við óskum liðsmönnum til hamingju með þennan glæsilega árangur.