- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Fimmtudaginn 9. september fylltust Jökulsárgljúfur af orku og kátínu Húsvískra unglinga. En hef er fyrir því að Borgarhólsskóli standi fyrir göngudegi í upphafi skólaárs. Þennan dag varð það svo að eingöngu 3 starfsmenn voru eftir í skólanum, þar sem nemendur og starfsfólk fóru í hinar ýmsu gönguferðir um nágrenni bæjarins.
Það voru 9. og 10. bekkur Borgarhólsskóla sem heimsóttu Jökulsárgljúfur. Með í förinni voru kennarar, starfsmenn og foreldrar. Bekkirnir fóru sitthvora leiðina, 9. bekkur og föruneyti gekk í fylgd Helgu Árnadóttur, aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar, úr hólmatungum í Vesturdal, alls um 10 km leið. 10. bekkur gekk ásamt sínu fólki, undir leiðsögn Sigrúnar Sigurjónsdóttur, landvarðar, úr Vesturdal í Ásbyrgi, um 13 km leið. Það var milt í veðri þennan daginn. Sólin yljaði göngufólki í upphafi ferðar og haustlitir Jökulsárgljúfra ljáðu svæðinu fallegt yfirbragð. Ungilngarnir voru fræddir um þjóðgarðinn, mótun gljúfranna og mannlíf þeirra á fyrri tímum. Unglingarnir stóðu sig vel í því að ganga vel um landið sitt, fylgja merktum stígum og halda hópinn. Þennan dag mátti vel finna gott orkustreymi á milli kraftmikilla unglinganna og máttugrar náttúru Jökulsárgljúfra.
Þökkum landvörðum fyrir frá bæra leiðsögn.
Ferðasögu Guðlaugar úr 9. bekk má svo sjá hérna.
Ljóð eftir Óskar Pál Davíðsson 8. bekk um daginn má sjá hér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |