Göngudagur, 6.september - Unglingastig

Auður Gauks og Sigga Stína segja frá göngudeginum mikla.

Hólmatungur niður í Vesturdal

Þann sjötta september tvöþúsund og ellefu á fallegum þriðjudegi fóru áttundi og níundi bekkur í gönguferð frá Hólmatungum niður í Vesturdal.
Ferðin byrjaði við Borgarhólsskóla þar sem bekkirnir skiptu sér í tvær rútur, önnur þeirra var stór og hvít en hin lítil og sægræn.
Það tók okkur einn og hálfan klukkutíma að keyra frá skólanum upp í Hólmatungur. Á þessum 90 mínútum gat sumt fólk ekki haldið munninum sínum lokuðum.
þegar komið var að Hólmatungum fóru all margir á klósettið en það var alveg hræðilega ógeðslegt af því að þetta voru kamrar og lyktin var óbærileg. Þegar byrjað var að ganga löbbuðum við á mjóum leiðinlegum stígum en útsýnið var rosa, rosa fallegt. Fyrst var stoppað við Katla þar sem Vígabjarg er og þar bjó Grettir fyrir langalanga löngu.
Næst var ferðinni haldið að Hólmárfossum sem eru alveg ofboðslega fallegir fossar. Nokkur stopp voru höfð til átu og flestir lumuðu á einhverju góðgæti. Hellinn Gloppu heimsóttum við sem var alveg svaðalega hræðilegt þar sem laust grjót datt úr loftinu á honum.
Þegar líða tók að lokum óðum við yfir á sem var hrikalega gaman, ekkert hlýtt en gaman samt. Sumir voru mjög lengi að koma afturendanum sínum yfir þessa á.
Þegar í Vesturdal var komið biðu glæsivagnarnir eftir okkur. Allir ferskir en uppgefnir svo að á leiðinni heim voru allir bara svaka, svaka slakir. 

Auður Gauksdóttir 9.15

Gönguferð 6. sept. 

Vaknaði 7, fresh-fresh,
hvort var nótt eða dagur
Var ekki mjög hress,
en sá svo hvað skólinn var fagur! 

Fór niður ístofu fimmtán
og þar var búið að fremja rán.
Sigrún tók þar manntal
og þá heyrðum við kattarmal. 

Fengum far með stórum rútum
en ekki grænum skútum!
Áður en við fórum inn fór Kristjana með bæn,
því rútan var sægræn. 

Rútuferðin tók einn og hálfan tíma
og því miður finnst mér ekk gaman að ríma.
Þegar á áfangastað vorum að koma
var Óskar Páll búinn að sofa. 

Áður en gönguferðin hófst
þurfti Auður Gauks að komast á klóst.
Á meðan tók Jana upp myndavél,
svo kom agalegt regnél.

Þá er komið að gönguferð úr Hólmatungu í Vesturdal,
en þar heyrðist ekkert mal né gal.
Ferðin tók um það bil þrjá tíma
og það versta var að það mátti ekki hafa síma. 

Á leiðinni sáum við marga flotta staði
og leiðinlegt var að sjá Gretti ekki í baði.
Við fórum inn í hættulegan helli
því steinarnir hrundu og við heyrðum háværa hvelli. 

Teknar voru nokkrar matarpásur
og á sumum voru kaldar tásur.
Því að við þurftum að vaða yfir stóra á
og eftir það var margt að sjá. 

Eftir langan göngutúr,
fengu margir sér góðan lúr.
Svo var haldið aftur heim
en ekki út í bláan geim. 

Sigga Stína 9.15


Athugasemdir