Á foreldrafundi 10...
Á foreldrafundi 10. bekkjar nú í haust kom til tals að gaman væri að gera eitthvað skemmtilegt með
krökkunum eftir samræmdu prófin og var ákveðið að fara með krakkana ásamt foreldrum í gönguferð niður Laxárdal
föstudaginn 18 sept. bæði voru þau að klára samræmduprófin og einnig til að hrista hópinn saman fyrir síðasta veturinn
þeirra saman. Lagt var af stað frá skólanum kl 14:00 og keyrt að Brettningstöðum en þaðan var gengið niður í
Ljótsstaði. Þangað voru krakkarnir sóttir en við foreldrar kláruðum gönguna niður í Auðni. Þar beið okkar
grilluð læri og meðlæti, krakkarnir gistu síðan ásamt kennurum yfir nóttina og þökkum við foreldrar þeim kærlega fyrir að
leggja það á sig, það er ekki endilega sjálfgefið að kennarar nenni svona hlutum. Þessi ferð var í alla staði frábær,
hún var skipulögð af foreldrum með dyggum stuðningi þeirra Sigrúnar og Ödu. Margir foreldrar komu í gönguna, aðrir tóku að
sér að grilla og ferja hópinn upp í Mývatnssveit og síðan að sækja um morguninn.
Fyrir hönd foreldra
Guðrún Kristinsdóttir