Grease

Nemendur í 7...
Nemendur í 7. bekk eru að sýna söngleikinn Grease á Skólasamkomu Borgarhólsskóla 2007.   Þetta er frábær sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sýningar verða 20. 21. og 22. mars kl. 20. Miðaverð er 1000 kr. fyrir fullorðna 500 fyrir nemendur skólans og frítt fyrir yngri. Allur ágóði af sýningunni fer í ferðasjóð 7. bekkjar.  Á skólasamkomunni eru einnig atriði frá öðrum nemendum skólans.
 
Hér má lesa pistill frá Kristjönu Maríu leikstjóra
Síðasti einn og hálfur mánuður hefur verið þétt setinn leik- og söngæfingum hjá nemendum í 7. bekk hér í Borgarhólsskóla. Ákveðið var að setja upp söngleikinn fræga Grease, sem gerður var eftir samnefndri bíómynd, þar sem John Travolta og Olivia Newton-John slógu svo eftirminnilega í gegn. Þessi leikútgáfa er eftir Maríu Sigurðardóttir sem oft hefur leikstýrt nemendum hér við skólann.  
 
Mikil tónlist er í sýningunni sem flestir, ef ekki allir ættu að kannast vel við. Eflaust verður mikið um raul og dansfíling í stúkunni meðan á sýningunni stendur. Í ár erum við svo heppin að hafa hljómsveit með okkur sem sér um allan undirleik. Það gerir sýninguna meira lifandi og nemendur hafa fengið góða þjálfun í því að syngja með hljómsveit á bak við sig. Sviðið í ár er stórt og mikið, enda þarf að koma mörgum þar fyrir. Sennilega hafa aldrei verið sett upp eins mörg ljós hér í salnum svo áhorfendur ættu ekki að verða sviknir með lýsinguna.
 
Ég var nú í fyrsta skipti að vinna með þessum krökkum og þótti mér það alveg frábært. Það er greinilegt að við þurfum ekki að kvíða neinu þegar við höldum áfram að vinna með þessa krakka í framtíðinni.
Góða skemmtun og njótið sýningarinnar.
 
Kristjana María Kristjánsdóttir
leikstjóri
 
Hér má sjá þátttakendur í sýningunni
 
Leikendur
 
Danni………………:…….….……..Salómon Gunnar Erlendsson
Sandra………….……….…………………….Berglind Ólafsdóttir
Nikki…...…………..……….…………....Benedikt Þór Jóhannsson
Rizzo………………….…..…………..Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir
Botni…...………………..………………….Sigvaldi Þór Einarsson
Jóna.…………….…..……..…...……..….…Elma Rún Þráinsdóttir
Villi………………………….…………..……...Arnór Elí Víðisson
Dóra………………………….………....Helga Björk Heiðarsdóttir
Hvolpur………………….……....….…..Þorvaldur Sveinbjörnsson
Marta….…………….……..……...…...Þóra Kristín Sigurðardóttir
Játvarður………………...…...…….…….Halldór Geir Heiðarsson
Franska…………………….…...……..….Jónína Rún Agnarsdóttir
Emilía…………………….……….............Eygló Dögg Hjaltadóttir
Palli...……..……………….……….........Hafþór Mar Aðalgeirsson
Svenni/Verndarengill….....…..Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson
Fanney…….….……..…...……...……...Jóney Ósk Sigurjónsdóttir
Fannar………..……….…….…......Kristófer Reykjalín Þorláksson
Gulla..………..………….…….………..….Helga Sigurbjörnsdóttir
Jonni………………………....………..……..…..Sindri Ingólfsson
Krissa………..…...…………….…….……..Heiðdís Hafþórsdóttir
Tómas.…...…………….……………..……...Axel Smári Axelsson
Binna…..……………………..………..Snædís Sara Guðjónsdóttir
Frikki…..………...…..………….……..Sigmar Darri Unnsteinsson
Kolla..................................................................Helga Gunnarsdóttir
Svipan……………………..…...…….…......Sonja Sif Þórólfsdóttir
Kennslukona…….….….…………..…..Anna Jónína Valgeirsdóttir
Aðstoðarkona…….……..………….……..Lilja Björk Hauksdóttir
Hvíslari….………..……………………..Daníela Mjöll Ólafsdóttir
        Aðstoðarleikstjóri………..………..………..Sylgja Rún Helgadóttir  
        Leikmynd & Sviðstjóri..…....……….……….Sigurður Sigurðsson
        Leikmynd & Sviðstjóri…….…..……..Magnús Ólafur Magnússon    
           
         Hljóð……………………..………………...Agnar Þór Hilmarsson 
         Ljós…………………………………………....Erling Þorgrímsson          
 
Kór og dans
 
Rafnar Smárason, Ruth Ragnardóttir,
Birgir Þór Óskarsson, Anna Halldóra Ágústsdóttir
Sigurveig Gunnarsdóttir, Magnea Ósk Örvarsdóttir,
Sigurður Unnar Hauksson, Dagur Ingi Sigursveinsson,
Erla María Björgvinsdóttir, Stefán Júlíus Aðalsteinsson
Oddlaug Petra Stefánsdóttir, Hrafnhildur Björgvinsdóttir
 
 
Hljómsveit
 
Lisa McMaster píanó
Frímann Sveinsson gítar
Hlynur Kristjánsson trommur
Bóas Gunnarsson gítar
Héðinn Björnsson bassi