Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi Maríta heimsótti Borgarhólsskóla 14...Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi Maríta heimsótti Borgarhólsskóla 14. maí síðastliðinn og kynnti fyrir efsta stigi,
kennurum og foreldrum „
hættu áður en þú byrjar“ skólafræðsluna. Einnig kynnti Aðalsteinn
Júlíusson lögregluþjónn fyrir foreldrum stöðu vímuefnaneyslu hjá ungmennum hér í samfélaginu.
Í fyrirlestrum og kvikmynd var gefin innsýn í skuggahlið neysluheimsins og ógnarhald „krumlunnar“. Það kemur æ betur í
ljós að uppeldi, eða það að setja mörk og virða mörk ásamt því að rækta tilfinningaleg tengsl við börnin, vegur
hvað þyngst sem forvörn. Það er til mikils að vinna því ef ungmenni byrjar ekki neyslu vímuefna fyrir 17 ára aldur þá minnka
líkurnar afgerandi á að það verði vímuefnum að bráð eftir það. Ef „krumlan“ nær hins vegar taki fyrir 17
ára aldurinn þá fjarar fljótt undan og einstaklingurinn festist í vítahring og nær engan veginn að rjúfa hann af eigin rammleik.
Magnús og Aðalsteinn fóru yfir einkenni vímuefnaneyslu og mæltu með því að foreldrar ættu fíkniefnapróf heima. Á
heimasíðu Maríta,
http://marita.is er aðgengilegt fræðsluefni (power point) fyrir þá sem misstu af þessari
áhugaverðu fræðslu.
Nokkrir punktar til umhugsunar:
· Ef barn gistir hjá vini yfir nótt þá er sjálfsagt að hringja í
foreldra vinarins og kynna sér gang mála.
· Leggjum áherslu á að fjölskyldan borði saman kvöldmatinn, ungmenni sem koma
í meðferð virðast ekki kunna það lengur!
· Áfengi með tréspíritus (methanol) hefur verið á boðstólnum
á Húsavík en drykkja á tréspíritus getur valdið blindu og dauða.
· Ef ungmenni á vin eða kunningja í neyslu vill það alls ekki lenda í
hlutverki uppljóstrara en nafnlausar ábendingar virka og þeim er hægt að koma beint til lögreglunnar eða inn á netfang Magnúsar sem er á
http://marita.is og hann kemur þeim svo áfram til viðeigandi aðila.
· Mikilvægt er að huga að menningu innan hverrar stofu eða bekkjar.
Fyrir hönd foreldra efsta stigs
Sigríður Jónsdóttir