Háskóli unga fólksins

Dagana 9...Dagana 9.–13. júní gefst grunnskólanemendum landsins (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða í Háskóla Íslands. Þessa daga breytist Háskólinn í Háskóla unga fólksins. Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði og getur hver þátttakandi sótt sex mismunandi námskeið og valið sér einn þemadag. Þannig geta nemendur fengið innsýn inn í þær fjölmörgu námsbrautir sem standa til boða í háskólanámi.
Nemendur geta valið sér fjölbreytta og spennandi dagskrá út frá sínu áhugasviði. Sem dæmi má nefna námskeið í læknisfræði, sálfræði, afbrotafræði, stjarneðlisfræði, fornaldarsögu, hugbúnaðarverkfræði, tungumálum o.m.fl. Á síðasta degi Háskóla unga fólksins, föstudaginn 13. júní,  er haldin brautskráningarhátíð.
Engin inntökuskilyrði eru í Háskóla unga fólksins önnur en að vera á réttum aldri. Skráning hófst  15. maí og stendur til 26. maí. Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.ung.hi.is
 
Fjórir nemendur skólans eru þegar búnir að skrá sig. Óskum við þeim góðs gengis og skemmtunar. Hvetjum við nemendur Borgarhólsskóla til að kanna þennan kost fyrir sumarið.