Haustsigling nemenda á unglingastigi

Norðursigling bauð nemendum unglingastigs Borgarhólsskóla í hvalaskoðun nú á dögunum.

Norðursigling bauð nemendum unglingastigs Borgarhólsskóla í hvalaskoðun nú á dögunum. 8. og 9. bekkur sigldu á Náttfara en 10. bekkur á Bjössa Sör. Kalt var í veðri en að öðru leyti mjög gott veður. Hvalirnir létu bíða tölvert eftir sér en fyrstur á svið var einmana háhyrningur sem ekki er mjög algeng sjón í slíkum skoðunum. Ekki leið svo á löngu þar til a.m.k. tíu hnúfubakar dóluðu allt í kring um bátana. Auðvelt var að komast mjög nálægt þeim og óhætt að segja að atriði þeirra hafi vakið mikla lukku meðal nemenda. Eftir um klukkutíma sýningu var komið að því að halda heim á leið og gæða sér á hinum margrómuðu snúðum og kakói Norðursiglingarmanna. Það voru örlítið kaldir en alsælir nemendur sem stigu á land eftir vel heppnaða hvalaskoðun. Nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla þakkar Norðursiglingu fyrir höfðinglegt boð sem innihélt  frábæra skemmtun og ekki síst fræðslu.

Myndir má sjá hér.


Athugasemdir