Frásögn af skonnortunni Hauknum Við fórum frá landi úr Húsavíkurhöfn um níuleytið um morguninn og sigldum út...
Frásögn af skonnortunni Hauknum
Við fórum frá landi úr Húsavíkurhöfn um níuleytið um morguninn og sigldum út.
Við 10. bekkingarnir fórum á skonnortunni Hauknum en 8. og 9. bekkur fór á Náttfara.
Þar sem það var örlítill vindur hífðum við upp seglin í sameiningu og sigldum seglum
þöndum.
Mikið fjör var á leiðinni út. Sumir spjölluðu, aðrir tóku lagið. Við stoppuðum aðeins við
grásleppuverksmiðjuna á Tjörnesi en þar var ætlunin að fara í land sem varð svo ekkert úr vegna þess að það var svo mikill
sjór. Í stoppinu fengum við fróðleik beint í æð frá Halldóri skólastjóra um þau frægu setlög á
Tjörnesinu.
Á bakaleiðinni sigldum við meðfram Lundey, við spjölluðum niðri í rólegheitum og fengum svo heitt kakó og snúð.
Þrátt fyrir örlitla sjóveiki skemmtum við okkur vel og þökkum kærlega fyrir okkur.
Líney 10.9
Frásögn af Náttfara
Við í 8. og 9. bekk fórum á Náttfara en 10. bekkur fór á Hauknum.
Við lögðum af stað um níuleytið. Við byrjuðum á því að sigla í smáhring, stoppuðum aðeins og sáum eina
hrefnu. Síðan sigldum við að Tjörnesi og ætluðum að fara og skoða setlögin en það var of mikið rok til að komasat í land.
Það byrjaði að hvessa á leiðinni heim og varð frekar kalt. Við fengum heitt kakó og kanilsnúða til að hressa okkur. Það var
svolítil undiralda þannig að nokkrir urðu sjóveikir og ældu. Um tíma lá við að ælan læki niður eftir hliðum bátsins.
Flestir skemmtu sér þó konunglega og viljum við þakka starfsmönnum Norðursiglingar kærlega fyrir þessa skemmtilegu ferð.
Eygló Dögg og Daníela Mjöll 9.18