Haustsigling unglingadeilda

Hefðbundin haustsigling Borgarhólsskóla var farin mánudaginn 27...
Hefðbundin haustsigling Borgarhólsskóla var farin mánudaginn 27. september. Það er hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling sem hefur séð um þessar ferðir og þetta árið var siglingin alfarið í boði Norðursiglingar.
Siglt var af stað upp úr klukkan níu og stefnan tekin á Naustavík. Eins og venja hefur verið fékk 10. bekkur að sigla á seglskipi, í þetta sinn skonnortunni Hildi, en 8. og 9. bekkur sigldi með hvalaskoðunarbátnum Garðari. Á leiðinni yfir Flóann voru nemendur fræddir um Naustavík og helstu kennileiti önnur. Hópurinn var ferjaður í land í Naustavík á gúmmíbátum. Þar var gengið var upp að húsinu, skrifað í gestabókina, nestið borðað o.fl.  Á bakaleiðinni var mjög góður byr fyrir seglskútuna og var tignarlegt að sjá hana sigla seglum þöndum heim á leið. Nemendur og kennarar unglingadeilda Borgarhólsskóla þakka Norðursiglingu kærlega fyrir frábæra ferð.
Brynhildur og Halla Rún

Athugasemdir