- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Fyrir jólahátíðina í desember síðastliðnum unnu nemendur fjórða og fimmta bekkjar verkefni tengd kristinni trú. Fjallað var um sköpunina samkvæmt henni, gerð tímalína og rætt um helstu hátíðir og siði. Fyrir skömmu voru sömu nemendur að fást við heimsmynd norrænna manna fyrr á öldum. Nemendur bættu ásatrú inn á kristnu tímalínuna og sköpun heimsins samkvæmt þeirri trú.
Lítið er vitað um heimsýn norrænna manna en margt bendir til að norrænir menn hafi talið jörðina hnöttótta. Jörðin var sögð sköpuð af Óðni, Vilja og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Himinkringlan var sköpuð úr höfuðkúpu hans, sjórinn úr blóði hans, fjöllin úr beinunum og þar fram eftir götunum. Í gegnum miðjan heiminn kom tréð Askur Yggdrasils.
Nemendur sköpuðu þennan heim norrænanna manna hvar heilaga tréð er grunnurinn að myndinni. Kennarar settu upp nokkur markmið úr aðalnámskrá í þessu verkefni. Að nemandi; hafi kynnst og beri virðingu fyrir ólíkum bakgrunni fólks trú og lífsviðhorfum, átti sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, virðir frelsi þess til mismunandi trúar, lífshátt og skoðana, geti áttað sig á muninum á völdum þáttum trúar- og lífsviðhorfa.
Myndir frá vinnunni má sjá HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |