Heimsókn

Nemendur í samfélagsfræði í 9. bekk fengu góðan gest í heimsókn í morgun. Karen Erludóttir, ungur Húsvíkingur sem dvaldi nýlega sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli í bænum Begoro í Ghana heimsótti þá.

Nemendur í samfélagsfræði í 9. bekk fengu góðan gest í
heimsókn í morgun. Karen Erludóttir, ungur Húsvíkingur sem dvaldi nýlega sem
sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli í bænum Begoro í Ghana sagði nemendum frá
reynslu sinni. Hún sýndi nemendum myndir frá dvölinni og sagði frá lífsreynslu
sinni; aðgangur að vatni, aðbúnaður barna og menning, hreinlætisaðstaða, matur
o.fl. var til umfjöllunar. Nemendur sýndu efninu mikinn áhuga og virtust hugsi
yfir því sem fram kom.

Um þessar mundir vinna nemendur með mannréttindi
og að þúsaldarmarkmið Sameinuðuþjóðanna sem fjalla m.a. um fátækt, jafnrétti,
barnadauða og bætta heilsu. Lýsing Karenar og myndir á aðstæðum barna gáfu því
gleggri mynd af aðstæðum barna víða á jörðinni og kunnum við henni bestu þakkir
fyrir komuna.