Dagana 20...
Dagana 20.-24. mars tóku nemendur í 10. bekk Borgarhólsskóla við hópi af
krökkum frá Riihimaki í Finnlandi en það er einmitt vinabær Húsavíkur. Krakkarnir komu seinnipart á laugardegi og var haldið
diskótek um kvöldið til að hrista þá saman. Diskótekið gekk mjög vel og var góð þátttaka allra á
unglingastigi.
Daginn eftir var farið á Hvalasafnið og Reðursafnið með krakkana og síðan var farið í sund. Við
hittumst svo öll á Sölku í pitsuhlaðborði þar sem krakkarnir gerðu pitsunum góð skil. Þar kom upp sú hugmynd að fara
í íþróttahöllina að sprikla aðeins og eftir að hafa fengið leyfi skelltu krakkarnir sér þangað ásamt nokkrum foreldrum.
Þar spiluðu þeir fótbolta, hoppuðu á trampólíni og spiluðu borðtennis og léku sér við eitt og annað sem þeim datt
í hug. Allir voru sammála um að þetta hafi verið mjög vel heppnað kvöld.
Á mánudeginum mættu svo Finnarnir í skólann með 10. bekk og hófu daginn
á smá útikennslu með Sigrúnu í fararbroddi. Síðan fóru þeir og hlustuðu á krakkana spila marimba og taka eitt lag úr
Dýrunum í Hálsaskógi. Í þriðja tíma fóru svo nemendur 10. bekkjar ásamt Finnunum upp í FSH að hlusta á kynningu
nemenda þar um framtíð Húsavíkur eins og þau sjá hana fyrir sér. Þeir borðuðu svo með krökkunum í mötuneyti
skólans. Eftir mat fengu þeir að horfa á myndbönd um Húsavík og hvalaskoðun hér. Eftir það skiptum við þeim í
hópa og þau ræddu um muninn á skóla, félagslífi og öðru sem þeim datt í hug milli Riihimaki og Húsavíkur.
Þá var komið að valgreinum hjá nemendum okkar og fóru Finnarnir með í þær. Hópur af þeim fór í
hestafræði og fengu að fara í Saltvík. Hinir fóru í sjálfsmennsku, smíðar og myndmennt. Um kvöldið var þeim svo
boðið að fara í félagsmiðstöðina Kelduna með krökkunum.
Á þriðjudeginum fengu Finnarnir kynningu frá nemendum 10. bekkjar sem þeir
höfðu unnið sjálfir um það sem þau töldu markvert við Húsavík. Var meðal annars sagt frá ostakarinu, Heimabakaríi,
kirkjunni, félagslífi í Borgarhólsskóla og íþróttum sem hægt er að stunda hér í bæ. Eftir það fengu
krakkarnir í unglingadeildunum kynningu frá Finnunum. Þær fjölluðu um Finnland t.d. um Riihimaki, náttúruna og einnig skólann þeirra.
Eftir mat var krökkunum skipt niður á stofur og sátu þau tíma með íslensku krökkunum. Þennan dag var frjáls tími um
kvöldið enda síðasta kvöldið þeirra hérna.
Á miðvikudeginum var finnsku krökkunum aftur skipt niður á stofur og sátu
þeir tíma með krökkunum. Farið var yfir ýmislegt eins og tölurnar og reynt var að kenna nokkur algeng orð bæði á finnsku og
íslensku. Í þriðja tíma fóru svo allir 10. bekkingar og Finnarnir í íþróttir þar sem páskatarsan var í
gangi.
Eftir mat var haldin smá kveðjuathöfn í sal skólans og eftir hana var myndataka af
hópnum úti á tröppum skólans. Gestirnir okkar fóru svo um tvöleytið suður og eyddu þar einum degi áður en þeir héldu
heim aftur.
Það er okkar mat að þessi heimsókn hafi tekist mjög vel. Krakkarnir stóðu
sig frábærlega og einnig viljum við þakka þeim foreldrum sem tóku krakka í gistingu sérstaklega vel fyrir. Án þeirra hefði
þetta aldrei verið mögulegt. Einnig þökkum við starfsfólki skólans fyrir að jákvæðnina og samstarfið á meðan á
heimsókninni stóð.
Ada og Sigrún.