Heimsókn frá Hafralæk
Á þriðjudaginn í síðustu viku komu nemendur úr 1...
Á þriðjudaginn í síðustu viku komu nemendur úr 1. og 2. bekk í Hafralækjarskóla í heimsókn í 2. bekk í
23. stofu. Þau komu um hálf ellefu og voru fram að hádegi. Byrjað var á því að ganga með þau um skólann og
sýna þeim hvar sérgreinastofurnar eru. Eftir það var farið í kennslustofuna þar sem hver og einn gat valið hvað hann vildi gera,
perla, lita, leira eða kubba. Endað svo á því að fara út í fótbolta og leiki. Það var mjög gaman að fá þau
í heimsókn, vonandi heldur þetta samstarf áfram næsta vetur.
Skoða myndir