Í gær, fimmtudaginn 29...
Í gær, fimmtudaginn 29. mars, fór 2. bekkur í 23. stofu í heimsókn í Hafralækjarskóla. Þar er 1. og 2. bekk kennt saman og eru
aðeins 9 krakkar í þessum tveimur bekkjum. 2 strákar í 2. bekk og 7 krakkar í 1. bekk.
Þau byrjuðum á því að skoða skólastofuna þeirra og ganga með þeim um skólann og þau sýndu okkur t.d. hvar
þau fara í myndmennt, smíðar og saumar og líka sundlaugina. Svo fengu krakkarnir að leika sér í dótinu þeirra, það
fannst þeim ekkert smá skemmtilegt því að þau áttu fullt að fötum, höttum, skóm og fleira sem hægt var að klæða sig
í og leika sér með. Því næst fórum þau út í góða veðrið og léku sér ýmist í
fótbolta eða á leikvellinum þeirra.
Þetta var mjög vel heppnuð ferð í alla staði og þökkum við þeim foreldrum sem komu með sérstaklega fyrir.
Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru kurteis og skemmtu sér. Þið getið fundið fleiri myndir úr ferðinni
hér.
Berglind