- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Veturnætur eða vetrarnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg á Norðurlöndunum áður en þau tóku Kristni. Voru hátíðarhöldin haldin í október til að fagna upphafi vetrar. Hrekkjavökusiður frá Bandaríkjunum hefur fest sig í sessi í íslenskri menningu þar sem fólk og fyrirtæki gera sér glaðan dag með ýmsum hætti. Það er engin undantekning í Borgarhólsskóla.
Nemendur og starfsfólk hafa undanfarna daga unnið að ýmiskonar hrekkjavökuverkefni. Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar voru í þemavinnu því tengdu og sem var mikið fjör og skemmtilegt. Það er búið að föndra hverskonar verur sem minna á hrekkjavöku og skreyta ganginn þannig að hann er undirlagður af draugum, köngulóm, leðurblökum og öðrum kynjaverum. Gangurinn er því einskonar draugabæli.
Nemendur fjórða og fimmta bekkjar tengdu saman íslensku og hrekkjavöku. Þeir unnu að hverskonar ritun, skrifuðu draugasögur, gerðu hugtakakort og teiknuðu verur eins og drauga og leðurblökur.
Nemendur annars og þriðja bekkjar fræddust um hrekkjavökuhátíðir á hinum Norðurlöndunum, keltneskum löndum og hvernig hátíðin þróaðist og fluttist með fólki til Norður-Ameríku. Aðalverkefnið var hrekkjavökuritun með leik en þá köstuðu nemendur teningi og æfðu sig í að fylgja fyrirmælum um persónu, sögutíma, umhverfi og atburð. Í stærðfræði æfðu nemendur sig að vera samhverfa drauga og köngulær. Verkefnum var svo safnað á draugavegg.
Unglingarnir fjölluðu um uppruna þessa siðar, hrekkjavökunnar og sömuleiðis um draugasögur. Þeir lásu um Djáknann á Myrk á og sömdu eigin draugasögur bæði í texta og myndasöguformi. Þá skoðuðu þeir uppruna þessarar menningu og hvað einkennir góða draugasögu. Það er óhætt að segja að þessi siður sé heillandi í hugarheimi nemenda.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |