- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólinn er aðili að Cristal verkefninu sem er alþjóðlegt verkefni sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stýrir. Verkefnið felst í að koma frumkvöðlamennt og nýsköpun með áherslu á tæknimennt inn í skóla á svæðinu. Sjálfbærni er lykilhugtak, Norðurþing er tilraunasveitarfélag en verkefnið verður öllum opið seinna meir.
Borgarhólsskóli fjárfesti nýverið í vinylskurðarvél sem lið í verkefninu. Vélin sker út gluggafilmur, filmur fyrir fatamerkingar, límmiða o.fl. Nemendur þurfa að hanna merki með því að teikna eða taka ljósmynd sem þarf að vinna með. Setja þarf mismunandi hluti saman, breyta útliti hluta, reikna stærðir og hlutföll áður en skurður hefst. Nemendur fá tilfinningu fyrir stærð hluta sem eflir rúmskynjun og huga að nýtingu efnis þannig að það nýtist sem best.
Verkefnið vísar beint í aðalnámskrá grunnskóla. Áhersla á nýsköpun og sjálfbærni hefur aukist síðustu ár. Um leið þarf að efla verklegar greinar með tengingu við bóklegt nám.
Vélin getur nýst í öllum fögum og eina hindrunin er hugmyndaflugið. Hægt er að vinna verkefni í stærðfræði með reglur og rými, skera út landakort, setja málshætti á límmiða eða hanna persónu í sögugerð svo dæmi séu tekin. Eins er hægt að nota vélina til að hanna skraut og merkingar innan skólans.
Hér er búið að skera út lego karl
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |