- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í gær, fimmtudaginn 30.janúar, var hundraðdagahátið hjá 3.bekk. Þá gerðum við okkur dagamun í tilefni þess að við vorum búin að vera 100 daga í skólanum á þessu skólaári.
Börnin komu í náttfötum með bangsa og horfðum við á leikritið Eldfærin, við dönsuðum og unnum ýmiss konar verkefni með töluna 100. Þetta var skemmtilegur dagur og spurðu börnin strax hvort við gætum ekki örugglega haldið tvöhundruðdagahátið þegar við verðum búin að vera 200 daga í skólanum ;-)
Anna Snæbjörnsdóttir & Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |