- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Áttundi, níundi og tíundi bekkur fóru í stutta vettvangsferð um Húsavík að skoða gömul, uppgerð og horfin hús. Í kennslustund sem nefnist Kastljós er kastljósinu beint að ýmsum samtíma viðfangsefnum. Hugmyndafræðin er að kenna samtímasögu og -menningu. Þannig að nemendur átti sig á umhverfi sínu og því sem er að gerast í veröldinni.
Nemendur fengu stutta kynningu fyrir vettvangsferð og skoðuðu gamlar myndir af t.d. Vegamótum, sem er nú horfið, Gilsbakka sem hefur sannarlega fengið upplyftingu og Skuld áður en brúin var byggð yfir Búðargilið. Vettvangsferðin endaði við Borgarhólsskóla þar sem áður stóð Gamli Barnaskólinn sem stendur nú við Stóragarð. Nemendur höfðu á orði hvers vegna búið væri að rífa eða brenna öll þessi gömlu hús og að sum mætti gera upp.
Við þökkum Héraðsskjalasafni Þingeyinga fyrir samstarfið en þar er að finna merkilegt ljósmyndasafn sem vakti áhuga margra nemenda.
Uppgerður Gilsbakki í bakgrunni og gamall á skjánum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |