Hvalaskóli

Dagana 17...
Dagana 17. – 19. maí var 5. bekkur Borgarhólsskóla ásamt 5. bekk í Hafralækjarskóla í árlegum Hvalaskóla.
Mánudaginn 17. maí var farið í Hvalasafnið. Þar var rætt við börnin og síðan unnu þau verkefni þar sem þau leituðu svara við spurningum í sölum safnsins.
Þriðjudaginn 18. maí var farið í siglingu á bátnum „ Bjössa Sör“. Markmiðið var að skoða hvali, taka sýni og veiða fisk
Síðasta daginn unnu börnin í hópum í skólanum, veggspjöld um upplifun sína af heimsókninni í safnið og siglingunni um flóann.
Þeir sem voru börnunum til aðstoðar voru Þórhildur Jónsdóttir og Hermann Bárðarson ásamt umsjónarkennurum.
 
 
 
PJ