Í hvalaskoðun

Hann blæs hnúfubakurinn
Hann blæs hnúfubakurinn

Fimmti bekkur hefur árlega unnið með hvali með margvíslegum hætti. Að þessu sinni var farið i hvalaskoðun í boði Norðursiglingar. Haldið var út út höfn á Bjössa Sör undir leiðsögn Garðars Þrastar Einarssonar frá Hvalasafninu á Húsavík.

Það er nokkuð um hval í Skjálfanda og nemendur sá nokkra hnúfubaka auk þess hrefnu og hnísur. Nemendum var boðið upp á heitt kakó og snúð á heimstíminu. Veður var fallegt og flóinn fagur. Ferðin heppnaðist vel og við þökkum samstarfsaðilum kærlega fyrir ferðina.


Athugasemdir