Föstudaginn 26. janúar var náttfatadagur í skólanum. Fyrr í vetur var grænn og rauður dagur og nú var komið að
náttfatadegi. Þessir dagar setja skemmtilegan svip á lífið í skólanum. Stór hópur nemenda og starfsfólks mætti
í náttfötum. Náttfötin voru í öllum litum og gerðum. Sumir voru bara í náttbuxum og einstaka nemendur mátti sjá
í náttslopp.