Í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal

Nemendur í 9...
Nemendur í 9. bekk dvelja nú í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal.  Ferðin vestur gekk vel og sendir Halldór skólastjóri okkur pistla á hverjum degi. Ekki koma myndir fyrr en þau koma til baka. Þegar þetta er ritað eru komnir inn tveir pistlar. Hér fyrir neðan má lesa smá brot úr fyrsta pistli, nánar má lesa um dvölina í skólabúðunum með því að ýta á “Dagbók frá Laugum” hér fyrir ofan.
 
“Lögðum af stað kl. 8:15 frá Borgarhólskóla og glaðnaði veðrið
eftir því sem vestar dró - óslitið sólskin úr Ljósavatnsskarði í Laugar.
Sagði þjóðsöguna um Tungustapa og smá glefsur úr Laxdælu í upphafi ferðar
og leyfði ekki vídeo né tónlist fyrr en á Akureyri. Strax í upphafi var
mjög góður ferðahugur í okkar fólki og fín stemning sem hélst alla leið.
Stoppuðum í Varmahlíð og Staðarskála smá stund og komum í Laugar kl.
13:50”.