- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Jákvæð karlmennska, hvað er það? Unglingarnir okkar fóru á fyrirlestur um karlmennskuna. Í fyrirlestrinum er áherslan á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku. Fyrirlesari var Þorsteinn V. Einarsson, kennari, kynjafræðingur og stofnandi Karlmennskan.
Karlmennskan er hreyfiafl á Instagram og Facebook þar sem reglulega eru birtir fræðslupóstar. Karlmennskan er hlaðvarp á Spotify og Podcasts-appinu þar sem birtast a.m.k. vikulegir þættir. Markmið Karlmennskan er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.
Starfsfólk skólans fer sömuleiðis á fyrirlestur sama efnis í dag og foreldrum býðst að fara á hann í kvöld í sal skólans kl. 20:00. Við skorum á ykkur, sérstaklega karla, að mæta.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |