Ingó án veðurguðanna

Fimmtudaginn 5...
Fimmtudaginn 5.nóvember héldu nemendur í Borgarhólsskóla, ásamt kennurum sínum, á skemmtun í íþróttahöllinni. Þar var á ferðinni enginn annar en Ingó (veðurguð) sem kominn var til þess að syngja fyrir krakkana, skemmta þeim og gleðja. Ingó var fyrst þekktur sem keppandi í Idolinu en hefur síðan gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Ingó og veðurguðirnir.
Skemmtunin byrjaði klukkan 9:45 og Ingó spilaði fyrir nemendur í hálftíma og það var mikið fjör í salnum, enda nemendur afskaplega duglegir að taka undir í söngnum. Ingó náði einstaklega vel til krakkanna og leyfði þeim að taka þátt í skemmuninni með ýmsum hætti. Eftir mikinn söng og gleði áritaði goðið svo á hendur og enni nemenda.
KMK