- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2003 eða síðar) hefst í dag föstudaginn 8. mars og lýkur mánudaginn 12. apríl. Nemendur fengu afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Rafræn innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða stendur yfir. Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl. Lista yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir fyrir fatlaða er að finna undir flipanum upplýsingar á vef Menntamálastofnunar.
Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 7. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudaginn 7. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is.
Nemandi í 9. bekk sem óskar eftir útskrift úr grunnskóla til að innrita sig í framhaldsskóla þarfnast samþykkis skólastjóra hverju sinni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |