Innritun nýrra nemenda í fyrsta bekk

Skólaárið er senn á enda og annað tekur við með nýjum nemendum sem hefja grunnskólagöngu sína. Börn fædd árið 2014 innritast í fyrsta bekk fyrir næsta skólaár. Innritun er með breyttu sniði að þessu sinni og er aðeins rafræn.

Við biðjum væntanlega skólaforeldra að senda tölvupóst á skoli(hjá)borgarholsskoli.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn, kennitala og heimilisfang nemanda.
  • Nafn, kennitala, heimasími, farsími, netfang og heimilisfang lögforeldra.
  • Ef um ofnæmi, óþol eða aðrar upplýsingar varðandi heilsufar barns.

Innritun ýkur 22. maí næstkomandi. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu eða með símtali í skólann í síma 464-6140.